

Gisting í Svíþjóð
Við bjóðum upp á gistingu í sumarhúsunum okkar.
Í Svíþjóð eigum við gamalt fallegt hús sem byggt var árið 1899.
Það er staðsett í Stora Silpinge, Blekinge í Suður Svíþjóð.
Hægt er að bóka með því að hafa samband við okkur

Í Silpinge er fullbúið hús með öllum helstu nauðsynjum.
Þar er allt til alls í eldhúsi, uppþvottavél og þvottavél.

Á neðri hæðinni er eldhús, stofa, rúmgott svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi auk forstofu, þvottahúss með inngangi og baðherbergis með sturtu.
Á efri hæðinni er lítið alrými með svefnsófa og tvö lítil herbergi með einbreiðum rúmum.

Við erum staðsett úti í sveit en þó stutt frá næstu þéttbýliskjörnum, Bräkne-Hoby og Ronneby. Einnig er stutt til Karlskrona.
Garðurinn okkar er stór, kyrrðin mikil og nágrannarnir þægilegir
Umhverfið er notalegt og margt hægt að finna sér að gera í Blekinge.
Kíkið á Visit Blekinge til að skoða það nánar.

Útsýni er til vesturs yfir Eyjarhól sem er bæði fallegur og merkilegt fyrirbæri og Eyjafjallajökul

Sumarhúsið okkar í Nykhól er lítið en þar er alrými með eldhúskrók og hægindastólum, svefnherbergi með 2 einbreiðum rúmum (geta verið saman eða í sitthvoru lagi) og baðherbergi með sturtu.
